Það er ekki nýr sannleikur að hröð og örugg kæling sjávarafla viðheldur betur gæðum, lengir geymsluþol og eykur þar með verðmæti sjávarafurða. Kælibót – samþætting kælirannsókna er verkefni sem AVS sjóðurinn hefur styrkt undanfarið.
Megin niðurstöður tilraunanna eru að hitastig kælimiðilsins skiptir mestu máli fyrir kælihraða. Mikilvægi jafnrar dreifingar kælimiðilsins kom berlega í ljós en kornastærð vökva/krapaíss er ekki jafn mikilvægur eiginleiki.
Miðað við hitastigsmælingar, sem voru gerðar í verkefninu, þá virðist flöguís vera hentugri en fljótandi ís til geymslu á fiski að því gefnu að geymslan sé lengri en u.þ.b. 3 dagar.
Nánar segir frá þessu á vef AVS sjóðsins .