Blautverkaður saltfiskur úr þorski skilaði mestu útflutningsverðmæti á árinu 2009 af einstökum sjávarafurðum. Verðmæti hans nam 16,4 milljörðum króna af um 209 milljarða heildarútflutningi sjávarafurða.
Næst kom fryst sjávarfang úr þorski annað en sjófryst/landfryst flök eða heill fiskur, sem skilaði 10,4 milljörðum, og fryst rækja sem skilaði 9,6 milljörðum. Síldarmjöl skilaði 9,5 milljörðum króna í útflutningstekjur og sjófrystur heill karfi 9,3 milljörðum.
Heimild: Hagstofan