Norska laxeldisfyrirtækið SalMar hefur greint frá því að eigendur 8,8 prósenta hlutafjár í Arnarlaxi hafi fallist á yfirtökutilboð. Gengið verður frá kaupunum ekki síðar en 24. apríl, og hefur þá SalMar eignast samtals 63,03 hlutafjár í Arnarlaxi.
Alls mun SalMar eiga 16.775.792 hluti í fyrirtækinu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum.
Yfirtökutilboðið var gert í framhaldi af því að SalMar eignaðist meirihluta í Arnarlaxi, þá samtals 54,23 prósent, í febrúar síðastliðinum.
Frestur til að fallast á yfirtökutilboðið rann út 10. apríl
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, lýsti á sínum tíma því yfir að hann ætli sér ekki að selja sinn hlut í fyrirtækinu.