Ágætlega gekk að selja íslenskar makrílafurðir í sumar og birgðir eru litlar nema hjá einstaka framleiðendum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Reiknað er með svipaðri framleiðslu á makrílafurðum og í fyrra, sem var um 110 þúsund tonn, en verð hefur lækkað um 25%. Íslendingar flytja sáralítið af makrílafurðum til ESB-ríkja og hugsanlegt bann við innflutningi á íslenskum makríl myndi því ekki vega þungt.

Sjá nánar viðtal við Friðleif Friðleifsson, sölustjóri frystra afurða hjá Iceland Seafood, í nýjustu Fiskifréttum.