Sala á fiskmörkuðum landsins gekk vel á síðasta ári. Verðmætin hafa aldrei verið meiri og magnið með því mesta sem þekkist undanfarin ár, að því er fram kemur í úttekt í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Á tímum aflasamdráttar jókst heildarsalan á fiskmörkuðum á Íslandi um 9,8% í tonnum talið á síðasta ári miðað við árið á undan. Árið 2008 voru seld 94.263 tonn á fiskmörkuðum en salan varð 103.469 tonn árið 2009, samkvæmt tölum sem Fiskifréttir fengu frá Reiknistofu fiskmarkaða.

Salan í krónum talið jókst úr 16.928 milljónum árið 2008 í 21.782 milljónir í ár eða um 28,5%. Fiskverð á mörkuðum hækkaði í allflestum tegundum og er skýringarinnar að leita í þróun gengis íslensku krónunnar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.