Grálúðuveiðar í net hafa verið einskorðaðar við stóra báta en að undanförnu smábátur, Sæþór EA frá Árskógssandi, reynt fyrir sér á slíkum veiðum fyrir norðan land með bærilegum árangri. Hann hefur lagt netin á um 250 metra dýpi og er veiðisvæðið um 20 sjómílur norður af Siglunesi.
Þegar Fiskifréttir ræddu við Arnþór Hermannsson skipstjóra og útgerðarmann í lok síðustu viku var hann búinn að landa fimm sinnum. Hann er með 80 grálúðunet og hafði tvisvar fengið tvö tonn í róðri en annars um eitt tonn.
„Ástæðan fyrir því að við ákváðum að hætta þorskveiðum og prófa þetta í staðinn var sú að verðið fyrir netaþorskinn lækkaði í kjölfar aukins framboðs vegna strandveiðanna,“ segir Arnþór en hann hyggst reyna að útvega sér fleiri net. „Það er svo sem enginn kraftur í þessu en afkoman er í lagi eins og er,“ segir Arnþór.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.