,,Það hefur ekki verið mikill kraftur í loðnuveiðunum en sæmilegt kropp. Við höfum verið að fá í kringum 100 tonn í kasti og það hefur verið töluvert fyrir þessu haft," segir Albert Sveinsson skipstjóri á Faxa RE í viðtali á heimasíðu HB Grand a.
,,Það er með ólíkindum hve mikið er af hvölum á veiðisvæðinu, heilu hjarðirnar af hnúfubökum, og sumir hafa verið svo óheppnir að fá hvalina inn í næturnar. Það er erfitt að forðast það í myrkrinu en við sluppum sem betur fer við það að þessu sinni,“ segir Albert.
Loðnan, sem veiðst hefur síðustu sólarhringa, er af ágætri stærð og síðasta mæling, sem Albert vissi til að gerð hefði verið um borð í Faxa var upp á um 41 stykki í kílóinu. Loðnumiðin eru nú á svæði norðaustur af Horni.