Vaxtarhraði og holdafar makríls í Norðaustur Atlantshafi hefur hrakað jafnt og þétt síðan árið 2004. Síaukin samkeppni um takmarkaða fæðu er talin vera helsta orsökin.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar á árlegum breytileika í vaxtarhraða og holdafari makríls á tímabilinu frá 1984 til 2013 sem vísindamenn frá Noregi, Færeyjum og Hafrannsóknastofnun birtu nýlega í tímaritinu ICES Journal of Marine Science. Alls voru mældir 26 þúsund fiskar á aldrinum 3ja ára til 8 ára sem veiddir voru með nót við vesturströnd Noregs. Sýnum var safnað þegar fæðutímabilinu var að ljúka, í september og október, og gefa því góða mynd af árlegum vexti makríls á undanförnum áratugum.

Sjá nánar HÉR.