Rússar hafa bætt Íslandi á lista þeirra landa sem bannað er að flytja inn matvörur til Rússlands. Einnig eru Albanía, Svartfjallaland og Lichtenstein á listanum.
Frétt þessa efnis birtist á fréttaveitum Bloomberg og Reuters fyrir stundu. Ekki er enn ljóst hvort innflutningsbannið gildir um allar matvörur.
Þá verður innflutningur á ákveðnum matvælum frá Úkraínu bannaður frá árinu 2016 ef efnahagslegt samband milli Kænugarðs og Evrópusambandsins tekur gildi .Þetta var haft eftir Dimitri Medvedev forsætisráðherra Rússlands.
RÚV greinir frá þessu á vef sínum.