Rússar munu kaupa meira af fiskafurðum frá Færeyjum eftir að sett hefur verið innflutningsbann á Noreg og fleiri lönd að því er fram kemur í frétt í færeyska sjónvarpinu.
Rússar flytja inn árlega um 460 tonn af fiskafurðum frá löndum sem nú hefur verið sett innflutningsbann á. Það svarar til um 13% af sjávarafurðum sem Rússar neyta. Norðmenn hafa flutt út um 300 til 350 þúsund tonn af fiskafurðum á ári til Rússlands, aðallega síld og lax.
Gert er ráð fyrir að Rússar kaupi meira af síld frá Færeyjum en áður og Færeyingar gera sér einnig vonir um að sala á eldislaxi til Rússlands aukist. Þá hafa Rússar einnig sett sig í samband við framleiðendur sjávarafurði í Suður-Ameríku með innflutning þaðan í huga.