Hjá Primex hefur yfir einum milljarði króna verið varið í uppbyggingu og nýsköpun, að því er fram kom í ávarpi Sigríðar Vigfúsdóttur, markaðsstjóra Primex, sem hún flutti við móttöku nýsköpunarverðlauna 2012 sem fyrirtækið fékk nýlega.

Fyrirtækið Primex, sem staðsett er á Siglufirði, framleiðir kítin og kítósan úr rækjuskel en kítosan er verðmætt og eftirsótt efni.

Sjávarútvegsfyrirtækin Rammi, Samherji og Síldarvinnslan í hópi helstu hluthafa, en þau eiga yfir 70% hlutafjár Primex. Nýsköpunarsjóður er einnig í hópi hluthafa.

Sjá nánar á www.rammi.is