„Landskassinn“ í Færeyjum hefur það sem af er árinu fengið 102,5 milljónir danskra króna í veiðigjald fyrir makríl og norsk-íslenskri síld, að því er fram kemur á vef færeyska útvarpsins, en það samsvarar 2,1 milljarði íslenskra króna.
Fyrirfram hafði verið áætlað að veiðigjaldið skilaði 137 milljónum DKK (2,8 milljörðum ISK). Búið er að veiða allan síldarkvótann en 18.000 tonn eru óveidd af makrílnum.
Það eru nótaskip og vinnsluskip sem borga veiðigjald fyrir makríl og síld í Færeyjum, segir í fréttinni.