Bolvíski línubáturinn Fríða Dagmar ÍS kom með 1.911 tonna afla að landi á síðasta fiskveiðiári, þ.e. frá 1. september í fyrra til 31. ágúst á þessu ári. Að öllum líkindum er þetta mesti ársafli hjá smábát en Fríða Dagmar telst vera 15 brúttótonn að stærð, að því er fram kemur á vefnum vikari.is .
Fríða Dagmar fór í 277 róðra á fiskveiðiárinu og því var meðalaflinn 6,9 tonn í hverjum róðri. Stærstum hluta afla Fríðu Dagmar var landað í Bolungarvík eða 1.648 tonnum en 263 tonnum var landað í Grindavík, Sandgerði og á Rifi. Rétt er að geta þess að þann tíma sem Fríða Dagmar stundaði veiðar fjarri heimahöfn var stærstum hluta aflans ekið vestur og hann unninn í Bolungarvík