Hið þekkta breska fiskveiðiblað Fishing News International, sem komið hefur út í 51 ár, verður ekki lengur fáanlegt í prentútgáfu frá og með næstu áramótum. Í stað þess verður blaðið eingöngu gefið út á vefnum og geta áskrifendur nálgast það þar gegn gjaldi.

Auk þess að birta áfram hefðbundna efnisþætti blaðsins skapast möguleikar til þess að miðla nýjum fréttum jafnóðum og atburðirnir gerast með því að flytja útgáfuna yfir á vefinn.

Eigendandi Fishing News International er norska fyrirtækið Intrafish Media A/S sem gefur út fleiri sjávarútvegsrit, þeirra á meðal Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi, og heldur úti vefsíðum tengdum sjávarútvegi.