Norskir fisksölumenn hreykja sér af því að knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo hlaði batteríin með norskum saltfiski fyrir landsleik Portúgals og Svíþjóðar en löndin mætast nú í umspili um þátttökurétt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu á næsta ári.
Matreiðsla fyrir portúgalska landsliðið er í höndum meistarakokksins og sjónvarpskokksins Hélio Loureiro. Sá hefur mikla ástríðu fyrir því að matreiða norskan saltfisk (klipfisk), að því er fram kemur á vef útflutningsráðs norskra sjávarafurða (Norges sjømatråd).
Haft er eftir Hélio Loureiro að Cristiano Ronaldo hafi sérstakt dálæti á saltfiski. Hann panti sér alltaf «Bacalhau a brás» sem sé dæmigerður heimilismatur. Matgæðingar og knattspyrnuáhugamenn geta fundið uppskriftina hér .