Norska skipasmíðastöðin Varp Group AS hefur gert samning um smíði á tæknivæddum rækjufrystitogara. Það er hið þekkta breska fyrirtæki Rolls Royce sem sér um hönnun skipsins. Þetta kemur fram á vef seafoodsource.com.
Togarinn er smíðaður fyrir kanadíska útgerð en ekki kemur fram í fréttinni hvaða útgerð um er að ræða. Samningsupphæðin hljóðar upp á 350 milljónir norskar (5,5 milljarða ISK). Skipið, sem er 79 metrar að lengd og 16,6 metrar á breidd, er sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Og að sjálfsögðu fullkomin rækjuverksmiðja um borð. Lestar geta tekið um 2.100 rúmmetra af afurðum.
Sjá nánar HÉR .