Skiptimarkaður Fiskistofu fer rólega af stað en úrvinnslu á tilboðum sem bárust í aflamarksskipti í október er lokið. Sjá HÉR .

Í boði voru um 6 þúsund tonn af ýmsum tegundum í skiptum fyrir þorsk. Aðeins var tekið tilboðum í tæp 525 tonn og fengust fyrir þau 203 tonn af þorski. Heildarfjöldi tilboða sem barst var um 50.

Mest var í boði af karfa eða um 2,3 þúsund tonn. Aðeins bárust tilboð í 26 tonn en samþykkt voru tilboð í 3 tonn.

Engin tilboð bárust í gulllax, grálúðu, skötusel, sandkola, úthafsrækju, litla karfa og djúpkarfa.

Allt sem var í boði af humri, síld og keilu gekk út og mikil umframspurn var eftir síld.