,,Það er ekki kominn neitt kraftur í kolmunnaveiðarnar fyrir þá sem veiða í bræðslu, en við erum að frysta og þurfum ekki stóra skammta því afkastagetan í vinnslunni er 150 tonn á sólarhring,“ sagði Jón Þór Björnsson stýrimaður á Hákoni EA þegar Fiskifréttir náðu tali af honum í gærmorgun. Þá voru á annan tug íslenskra skipa komin á miðin á gráa svæðinu milli Færeyja og Skotlands.
,,Hin skipin hafa verið að fá 200-300 tonn í holi eftir 13 tíma, en við drögum í 4-6 tíma og látum svo reka. Við fáum því nóg í vinnsluna þannig að segja má að það sé vel frystiskipafært,“ segir Jón Þór.
Í frétt á vef færeyska útvarpsins segir að 25 kolmunnaskip séu á gráa svæðinu, færeysk, íslensk og rússnesk og hafi verið að fá frá 200-300 tonnum á sólarhring og niður í 50 tonn.
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.