Grænlensk rækjuskip veiða mun meiri rækju á hverju ári en fiskifræðingar ráðleggja. Þetta hefur leitt til þess að stofninn verður minni og minni, segir í grein í blaðinu AG – Grænlandspóstinum.

Þar kemur fram að á árabilinu 2004-2008 hafi fiskifræðingar ráðlagt að veidd yrðu samtals 630.000 tonn af rækju við Grænland en í reynd hafi aflinn numið rúmlega 760.000 tonnum. Ofveiðin nemi 21% á þessu tímabili.