Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi blikna í samanburði við risa annarra stórra fiskveiðiþjóða. Risinn í sjávarútvegi í Alaska, Trident Seafoods, gerir út 30 togara og hefur úr 580.000 tonna kvóta að spila sem er 25-30% heildarkvótans.
Um 80% af þessu magni er hvítfiskur, þar af 330.000 tonn alaskaufsi og 50.000 tonn kyrrahafsþorskur.
Trident Seafoods rekur tíu fiskiðjuver og starfsmenn eru um 8.000 talsins bæði heima og erlendis. Nú eru á teikniborðinu stærðar fiskiðjuver sem munu geta afkastað 1.800 tonnum af fiski á sólarhring hvert um sig allt árið.
Trident er með eigið fiskiðjuver í Kína og er að byggja nýja verksmiðju í Tælandi.