Sjávarútvegsráðherra hefur sett reglugerð um úthlutun á allt að 500 lestum af íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2013/2014 til skipa allt að 200 brúttótonn að stærð sem ekki stunda veiðar með vörpu.

Heimilt er að úthluta á skip, sem hafa veiðileyfi með aflamarki, allt að 8 lestum í senn gegn greiðslu gjalds.

Fiskistofa annast úthlutun aflaheimilda á grundvelli umsókna og skal vikulega úthluta aflaheimildum vegna umsókna sem borist hafa undanfarandi viku.

Verð á aflaheimildum íslenskrar sumargotssíldar er 13 kr. hvert kg og skal það greitt Fiskistofu fyrir úthlutun.