Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um úthlutun aflaheimilda til frístundaskipa í ár, þ.e. skipa sem bjóða upp á sjóstangaveiði fyrir ferðamenn. Heimildirnar eru leigðar út.

Heimilt er að úthluta allt að 200 lestum af óslægðum botnfiski á fiskveiðiárinu 2010/2011 sem skiptast þannig: maí 40 tonn, júní 80 tonn, júlí 40 tonn og ágúst 40 tonn.

Verð á aflaheimildum skal vera meðalverð í viðskiptum með aflamark í þorski, sem birt er á vef Fiskistofu, í lok dags daginn áður en umsókn berst Fiskistofu og skal það greitt Fiskistofu fyrir úthlutun.

Sjá reglugerð um aflaheimildir til frístundafiskiskipa, hér .