Frjálsar rækjuveiðar leiða til lækkunar á afurðaverði og atvinnuöryggi starfsfólks fýkur út í veður og vind, segir Ólafur H. Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf., í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag er rætt var við hann um þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að gefa úthafsrækjuveiðar frjálsar.

,,Mjög mikilvægt er fyrir markaðsstarfið að geta sýnt fram á að rækjan sem við bjóðum sé úr sjálfbærum stofni, aflahámark sé sett á veiðarnar og þeim sé stjórnað með viðeigandi hætti. Það er því kaldhæðnislegt að nú þegar rækjuiðnaðurinn er loksins að rétta úr kútnum eftir margra ára lægð skuli Jón Bjarnason spóla í þessa atvinnugrein og reyna að koma henni á kné,” segir Ólafur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.