Reynir B. Eiríksson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri hjá félaginu. Bjarmi A. Sigurgarðarsson, annar af stofnendum og einn af eigendum Vélfags, tekur við stöðunni þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Reynir mun vera stjórnendum innan handar til að tryggja örugga samfellu í yfirfærslu verkefna innan félagsins.

„Fyrir hönd Vélfags þakka ég Reyni fyrir mikilvægt framlag hans í framþróun og vexti félagsins að undanförnu og óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi," segir Bjarmi í fréttatilkynningu sem Vélfag sendi frá sér.