Alþjóðlega viðskiptaráðið í Bandaríkjum hefur komist að þeirri niðurstöðu að 24% tollur, sem verið hefur á laxi sem fluttur er inn frá Noregi og settur var vegna meintra undirboða, hafi enga þýðingu lengur fyrir laxeldi í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram kemur á vefnum seafoodsource.com. Þessir tollur var lagður á fyrir um 20 árum til að vernda laxeldisfyrirtæki í Maine. Þessi fyrirtæki eru nú komin í eigu kanadískra aðila og megnið af laxi sem seldur er í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og Síle. Innlend framleiðsla er lítil og því þjónar það litlum tilgangi að beita refsitollum til að halda norskum laxi frá Bandaríkjamarkaði.