Ráðgert er að rannsóknir á botni Hvalfjarðar hefjist í júlí á vegum Röst sjávarrannsóknaseturs og Hafrannsóknastofnunar. Efnt verður til íbúafundar þar sem fyrirhugaðar rannsóknir verða kynntar og verður fundurinn á Hótel Laxárbakka annað kvöld.

Þar mun Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar, segja frá rannsókninni, tilgangi hennar og markmiðum, og fulltrúi frá Hafrannsóknastofnun mun fjalla um grunnrannsóknir á haffræði Hvalfjarðar. Hafrannsóknastofnun hlaut stóran styrk frá Röst fyrr á þessu ári í tengslum við verkefnið.

Röst sjávarrannsóknasetur leiðir uppbyggingu fyrstu rannsóknastöðvarinnar í alþjóðlegu neti sjávarrannsóknastöðva undir hatti Carbon to Sea Initiative. Carbon to Sea leiðir metnaðarfulla alþjóðlega rannsóknaráætlun sem ætlað er að kanna hvort aukning á basavirkni hafsins (e. Ocean Alkalinity Enhancement, OAE) sé skilvirk, örugg og varanleg leið til þess að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmsloftinu.

Ráðgert er að rannsóknir á botni Hvalfjarðar hefjist í júlí á vegum Röst sjávarrannsóknaseturs og Hafrannsóknastofnunar. Efnt verður til íbúafundar þar sem fyrirhugaðar rannsóknir verða kynntar og verður fundurinn á Hótel Laxárbakka annað kvöld.

Þar mun Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar, segja frá rannsókninni, tilgangi hennar og markmiðum, og fulltrúi frá Hafrannsóknastofnun mun fjalla um grunnrannsóknir á haffræði Hvalfjarðar. Hafrannsóknastofnun hlaut stóran styrk frá Röst fyrr á þessu ári í tengslum við verkefnið.

Röst sjávarrannsóknasetur leiðir uppbyggingu fyrstu rannsóknastöðvarinnar í alþjóðlegu neti sjávarrannsóknastöðva undir hatti Carbon to Sea Initiative. Carbon to Sea leiðir metnaðarfulla alþjóðlega rannsóknaráætlun sem ætlað er að kanna hvort aukning á basavirkni hafsins (e. Ocean Alkalinity Enhancement, OAE) sé skilvirk, örugg og varanleg leið til þess að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmsloftinu.