Rammi tók þátt í sýningu sem haldin var í Newcastle fyrir “fish and chips” veitingastaði í Norður-Englandi, Skotlandi og Norður-Írlandi sl. sunnudag.
Mikill fjöldi gesta sótti sýninguna sem tókst vel en á henni var sýnt allt sem þarf til reksturs "fish and chips" staðanna, jafnt hráefni sem tækjabúnaður, að því er segir á heimasíðu Ramma.
Nær allur sjófrystur fiskur sem Rammi selur er framleiddur undir vörumerki fyrirtækisins og er regluleg þátttaka á sýningum í Bretlandi liður í að kynna merkið þar.
Þess má einnig geta að nú er árleg vika “fish and chips” haldin hátíðleg í Bretlandi í 20. sinn. Staðir sem selja fiskinn eru að sjálfsögðu mjög stoltir af því að bjóða þennan þjóðarrétt Breta og halda merki hans á lofti í samkeppni við alþjóðlegar skyndibitakeðjur.