Stjörnu-Oddi ehf., sem hefur sérhæft sig í þróun og hönnun rafeindamerkja í fiska, hefur síðustu tvö árin unnið að því að búa til rafeindamerki fyrir loðnu. Stefnt er að því að hefja merkingartilraunir á næsta ári.
Loðnumerkið er að grunngerð hið sama og þau merki sem notuð eru í stærri fiska en eins og gefur að skilja þarf að smækka það mikið niður til þess að geta komið því fyrir í kviðarholi loðnunnar.
Merkið nemur hitastig og dýpi og er vonast til þess að þær upplýsingar sem fást úr endurheimtum merkjum muni gera bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins markvissari en hingað til.
Hegðunarmynstur loðnunnar hefur verið mjög sérkennilegt síðustu ári og hefur gengið erfiðlega að mæla hana.
Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.