Eftir dræma rækjuveiði að undanförnu glæddist afli í síðustu viku og í gær var 30 tonnum af rækju og um 20 tonnum af fiski landaði úr Múlabergi SI 22 á Siglufirði. Auk Múlabergs landa Siglunes SI 70, Sigurborg SH 12 og Jökull ÞH 259 rækju til vinnslu hjá rækjuverksmiðju Ramma á Siglufirði.
Frá þessu er skýrt á vef Ramma hf.