Rækjuveiðar eru hafnar í Arnarfirði en Ýmir BA fór í sinn fyrsta róður síðastliðinn sunnudag og kom með 6,3 tonn að landi. „Fyrsta veiðiferðin gekk mjög vel. Við náðum þessum afla í fjórum holum og var togað í um klukkutíma hvert sinn,“ sagði Sindri Már Björnsson, skipstjóri á Ými BA, í samtali við Fiskifréttir.
Ýmir BA fór í síðustu viku í rannsóknaleiðangur með starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar til að kanna útbreiðslu þorsk- og ýsuseiða. „Það var ekki opnað fyrir rækjuveiðar í haust í Arnarfirði vegna mikillar seiðagengdar. Svæðið var nokkuð hreint núna og við gátum því byrjað veiðar,“ sagði Sindri.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.