ff

Vísindamenn í Kína hafa fundið leið til að lengja líftíma banana í verslunum og á heimilum. Í skeljum rækju og skelfiska finnst efni sem kallast kítósan og að sögn vísindamannanna getur efnið, sé því úðað yfir banana, lengt líftímann í hillum verslana um allt að 12 daga.

Bananar skemmast fljótt eftir að þeir byrja að gulna en með því að úða kítósanblöndu yfir græna banana dregur úr „öndun“ þeirra og hægir á þroska. Efnið drepur líka bakteríur sem stuðla að rotnun ávaxtarins.