Alþingi samþykkti fyrir helgina að afnema frjálsar úthafsrækjuveiðar og að setja rækjuna aftur í kvóta. Í frumvarpi sjávarútvegsráðherra var gert ráð fyrir að skiptingin yrði sú að gömlu aflaheimildirnar skyldu vega 70% og veiðireynsla á frjálsa tímabilinu vega 30%

Niðurstaðan á Alþingi varð sú að skiptingin skyldi vera 50/50.

Fram að því að rækjuveiðar voru gefnar frjálsar voru rækjuveiðar við Snæfellsnes flokkaðar sem úthafsrækjuveiðar. Nú hefur verið ákveðið að kvóti í þeim veiðum skuli aðgreindur frá öðrum rækjuveiðum.