Rækjan í Kolluálnum tilheyrir ekki úthafsrækju að mati Hafrannsóknastofnunar. Veiðin undanfarin ár hefur ekki farið framúr ráðgjöf þótt hún hafi verið frjáls. Nýleg mæling sýnir að ástand rækju á grunnslóð við Snæfellsnes sé gott, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum
Þótt svæðið við Snæfellsnes tilheyri úthafsrækjuveiði virðist sem rækjan í Kolluáli og Jökuldjúpi sé ekki úthafsrækja en sé af sama stofni og rækjan í sunnanverðum Breiðafirði að dómi Hafrannsóknastofnunar. Hafrannsóknastofnun hefur um árabil veitt sérstaka ráðgjöf um veiðar á þessu svæði en sjávarútvegsráðuneytið og Fiskistofa flokka veiðar þar sem veiðar á úthafsrækju.
Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 hljóðaði upp á 850 tonn af rækju á grunnslóð við Snæfellsnes. Nú er unnið að nýrri ráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2012/2013.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.