Matís stendur fyrir ráðstefnu á morgun um umhverfisáhrif sjávarafurða og orkuskipti í fiskveiðum. Ráðstefnan verður í Kaldalóni í Hörpu og er öllum opin.

Á ráðstefnunni halda helstu sérfræðingar Norðurlanda á sviði sjálfbærni og orkuskipta í sjávarútvegi erindi þar sem fjallað verður um viðfangsefnið frá mörgum hliðum.

Fulltrúar Brims og Royal Greenland munu fjalla um hvað þeirra fyrirtæki eru að gera í umhverfismálum og orkuskiptum og Friederike Ziegler frá RISE í Svíþjóð fjallar um hvernig Evrópusambandið hyggst leggja áherslu á samdrátt í CO2 losun frá sjávarútvegi. Ditte Stiler frá Norrænum orkurannsóknum mun fjalla um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum í orkuskiptum fiskiskipa og hafna og Ole Ritzau Eignaard frá DTU í Danmörku mun fjalla um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á botnraski við togveiðar og það kolefni sem leysist úr læðingi á hafsbotni við veiðarnar. Þá mun Kaj Portin frá Wartsilla í Finnlandi mun fjalla um þróun fyrirtækisins á vélbúnaði fyrir nýja orkugjafa.

Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár og hefur meðal annars lagt áherslu á málefni hafsins, sjálfbærni og orkuskipti í sjávarútvegi. Ráðstefnan er hluti þeirrar vinnu og er ætlað að auka norrænt samstarf á þessum sviðum. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.

Matís stendur fyrir ráðstefnu á morgun um umhverfisáhrif sjávarafurða og orkuskipti í fiskveiðum. Ráðstefnan verður í Kaldalóni í Hörpu og er öllum opin.

Á ráðstefnunni halda helstu sérfræðingar Norðurlanda á sviði sjálfbærni og orkuskipta í sjávarútvegi erindi þar sem fjallað verður um viðfangsefnið frá mörgum hliðum.

Fulltrúar Brims og Royal Greenland munu fjalla um hvað þeirra fyrirtæki eru að gera í umhverfismálum og orkuskiptum og Friederike Ziegler frá RISE í Svíþjóð fjallar um hvernig Evrópusambandið hyggst leggja áherslu á samdrátt í CO2 losun frá sjávarútvegi. Ditte Stiler frá Norrænum orkurannsóknum mun fjalla um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum í orkuskiptum fiskiskipa og hafna og Ole Ritzau Eignaard frá DTU í Danmörku mun fjalla um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á botnraski við togveiðar og það kolefni sem leysist úr læðingi á hafsbotni við veiðarnar. Þá mun Kaj Portin frá Wartsilla í Finnlandi mun fjalla um þróun fyrirtækisins á vélbúnaði fyrir nýja orkugjafa.

Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár og hefur meðal annars lagt áherslu á málefni hafsins, sjálfbærni og orkuskipti í sjávarútvegi. Ráðstefnan er hluti þeirrar vinnu og er ætlað að auka norrænt samstarf á þessum sviðum. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.