Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að þorskafli í Barentshafi fari ekki yfir 894.000 tonn á næsta ári. Það er 99.000 tonnum minna en kvótinn í ár segir til um.
Norska hafrannsóknastofnunin styður álit ICES en leggur áherslu á að útreikningarnir séu háðir óvissu. Enginn vafi sé á því að ástand stofnsins sé gott en nákvæmlega hversu gott sé ekki hægt að fullyrða vegna óvissu bæði í afla og rannsóknagögnum.
Þá leggur ICES til að ýsukvótinn í Barentshafi verði minnkaður úr 178.500 tonn í ár í 165.000 tonn á næsta ári. Norska hafrannsóknastofnunin styður einnig þetta mat með sömu formerkjum og gilda um þorskinn.