Sjávarútvegsráðherra ætlar ekki að endurskoða ákvörðun sína um að stöðva makrílveiðar smábáta í byrjun september. Smábátaeigendur, Byggðarráð Dalabyggðar og þingflokkur Samfylkingarinnar hafa skorað á ráðherra að heimila veiðar út mánuðinn. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Sjávarútvegsráðuneytið vísar á tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins, en þar segir meðal annars að tæpum sjö þúsund tonnum hafi verið ráðstafað til smábáta, og kvótinn því rúmlega tvöfaldaður á milli ára. Þeim kvóta sé nú náð og veiðar því stöðvaðar. Stöðvun veiðanna samræmist almennri framkvæmd fiskveiðistjórnunar, segir á vef ráðuneytisins. Í upphafi hverrar vertíðar megi því vera ljóst hvað sé til ráðstöfunar.