Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra áformar að takmarka veiðar með dragnót innan fjarða á Vestfjörðum. Um er að ræða breytingar og lokanir vegna dragnótaveiða í Jökulfjörðum, Önundarfirði, Dýrafirði, Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði.

Umrædd tillaga ásamt fylgigögnum hafa verið send til hagsmunaaðila.

Sjá nánar á vef sjávarútvegsráðuneytisins .