Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar aðfaranótt mánudags með fullfermi eða 106 tonn af blönduðum afla. Er þetta fyrsta veiðiferð skipsins eftir slipp.

Í viðtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar segist Jónas Jónsson skipstjóri vera ánægður með túrinn.

„Þessi túr var stuttur, rétt um þrír sólarhringar frá höfn í höfn. Aflinn var býsna góður. Við byrjuðum í Berufjarðarálnum, fórum þaðan í Lónsdýpið og enduðum á Breiðdalsgrunni. Alls staðar fiskaðist vel.  Við munum næst landa áður en frystihúsið á Seyðisfirði hefur starfsemi að aflokinni sumarlokun, en það verður á þriðjudag eftir verslunarmannahelgina,“ segir Jónas