Í gær var tekin í notkun stækkuð verksmiðja hverfisteypufyrirtækisins Promens Dalvík. Með tilkomu 840 fermetra viðbyggingar og þriðja hverfisteypuofnsins eykst framleiðslugeta verksmiðjunnar um 60%. Fyrirtækið er því vel í stakk búið að mæta aukinni eftirspurn á komandi árum.

Nýi hverfisteypuofninn, sem ræstur var á Dalvík í gær, er einnig einstakur á heimsvísu því þetta er í fyrsta sinn sem ofn af þessari stærð er knúinn rafmagni í stað olíu- eða gasbrennara.

Heildarfjárfesting í nýja verksmiðjuhúsinu og búnaði er um 270 milljónir króna.