ff

Rannsóknir sem fram fóru við háskólann í Cambridge sýna að persónuleiki hornsíla er flóknari en áður hefur verið talið. Ljóst er að ólíkir einstaklingar hornsíla sýna ólík persónueinkenni eins og forustuhæfileika og frumkvæði.

Rannsóknin sýndi einnig að einstaklingar sem hneigðir eru til forystu enda stundum sem fylgjendur takist þeim ekki að „sannfæra“ aðra einstaklinga um að fylgja sér. Hæfileiki einstakra hornsíla til að finna fæðu fyrir torfuna virðist ráða mestu um hvort einstaklingar verði forustufiskar eður ei.