„Það gengur eiginlega alltof vel,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, um ganginn í strandveiðunum það sem af er tímabilsins.

Kjartan er að vísa til þess að með sama áframhaldi í veiðunum verði tíu þúsund tonna heildarkvóta strandveiðiflotans náð þegar í byrjun júlí og veiðunum verði þá hætt, fyrr enn nokkru sinni áður. „Það er svo mikill fiskur í sjónum að fólk er eiginlega allt að koma í land með skammtinn á hverjum degi,“ segir hann.

Svæðaskiptingin eins og kort af Norður-Afríku

Að sögn Kjartans gengur ekki upp að vera með svæðaskiptingu en opinn pott.

„Í margar aldir hafa sjómenn bara farið þangað sem fiskurinn er en þessi svæðaskipting er dálítið eins og að horfa á kort af Norður-Afríku þar sem eru einhver strik sem eru ekki í neinu samhengi við landafræði eða nokkuð annað,“ segir Kjartan. Fáranlegt sé til að mynda að strandveiðimenn á Akranesi megi ekki sigla á Arnarstapa en sé frjálst að fara á Hornafjörð.

Segir 48 daga á sex mánuðum vera lausnina

„Þetta eiga að vera 48 dagar sem þú mátt velja yfir sex mánaða tímabil frá apríl fram í september,“ segir Kjartan um þá tilhögun sem hann  telur að best væri að hafa á veiðunum. Óánægja strandveiðimanna er ekki ný af nálinni. Kjartan segir að samt hafi engu verið breytt frá í fyrra. „Það virðist vera afar lítill vilji hjá stjórnvöldum til að gera þetta kerfi þannig að fólk geti lifað á þessu,“ segir hann.

Að sögn Kjartans var óskað eftir fundi með Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um leið og hún settist í stól matvælaráðherra í apríl. „Þetta er okkar ráðherra og okkar ráðuneyti en hún hefur ekki einu sinni svarað okkur.“

Fram kom í viðtali við Bjarkeyju í Fiskifréttum 15. maí síðastliðinn að hún hefði náð að setja í reglugerð að algjörlega óheimilt væri að sami aðili sé með tvo eða þrjá strandveiðibáta. Nú sé komið miklu strangara eftirlit með því.

„Ég las það og hló, ég veit ekki hvað hún var að tala um,“ segir Kjartan.

Eins prósents eignarhlutur dugar

„Til þess að vera eigandi er nóg að vera skráður fyrir einu prósenti. Það er í hverri einustu höfn einhver peningakall sem er með bát, jafnvel tvo eða þrjá, og er að fá leiguliða til þess að róa fyrir sig,“ segir Kjartan og nefnir dæmi.

„Við erum búin að hringja í bæði Samgöngustofu og Fiskistofu og benda þeim á bát sem gerður er út á Reykjanesi og er stórhættulegur. Þar er peningakall sem fær einhvern strákling til að róa fyrir sig. Fyrstu tvo róðrana þurfti að draga hann í land.“

Á þetta segir Kjartan ekkert hlustað.

Hunsuð af yfirvöldum

„Í annað skiptið var strákurinn í sextán til átján metrum á sekúndu úti fyrir Garðskaga og hann þurfti að varpa akkeri út. Við vorum búin að segja þeim frá því að þessi bátur væri stórhættulegur en þau gera ekki neitt. Það er svo frústrerandi að þau bara hunsa okkur.“

Strandveiðifélagið hefur boðað til kröfufundar við Alþingi 7. júní líkt og í fyrra.

„Við ætlum að biðja ráðherra um að bæta í pottinn til að bjarga þessari vertíð og nota síðan veturinn í að laga kerfið þannig að það sé mannsæmandi. Við erum að sýna að það er samstaða á meðal okkar. Maður hefur á tilfinningunni að stjórnvöld haldi að það sé engin samstaða hjá okkur en það er svo rosalega mikil ólga í strandveiðimönnum núna.“

„Það gengur eiginlega alltof vel,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, um ganginn í strandveiðunum það sem af er tímabilsins.

Kjartan er að vísa til þess að með sama áframhaldi í veiðunum verði tíu þúsund tonna heildarkvóta strandveiðiflotans náð þegar í byrjun júlí og veiðunum verði þá hætt, fyrr enn nokkru sinni áður. „Það er svo mikill fiskur í sjónum að fólk er eiginlega allt að koma í land með skammtinn á hverjum degi,“ segir hann.

Svæðaskiptingin eins og kort af Norður-Afríku

Að sögn Kjartans gengur ekki upp að vera með svæðaskiptingu en opinn pott.

„Í margar aldir hafa sjómenn bara farið þangað sem fiskurinn er en þessi svæðaskipting er dálítið eins og að horfa á kort af Norður-Afríku þar sem eru einhver strik sem eru ekki í neinu samhengi við landafræði eða nokkuð annað,“ segir Kjartan. Fáranlegt sé til að mynda að strandveiðimenn á Akranesi megi ekki sigla á Arnarstapa en sé frjálst að fara á Hornafjörð.

Segir 48 daga á sex mánuðum vera lausnina

„Þetta eiga að vera 48 dagar sem þú mátt velja yfir sex mánaða tímabil frá apríl fram í september,“ segir Kjartan um þá tilhögun sem hann  telur að best væri að hafa á veiðunum. Óánægja strandveiðimanna er ekki ný af nálinni. Kjartan segir að samt hafi engu verið breytt frá í fyrra. „Það virðist vera afar lítill vilji hjá stjórnvöldum til að gera þetta kerfi þannig að fólk geti lifað á þessu,“ segir hann.

Að sögn Kjartans var óskað eftir fundi með Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um leið og hún settist í stól matvælaráðherra í apríl. „Þetta er okkar ráðherra og okkar ráðuneyti en hún hefur ekki einu sinni svarað okkur.“

Fram kom í viðtali við Bjarkeyju í Fiskifréttum 15. maí síðastliðinn að hún hefði náð að setja í reglugerð að algjörlega óheimilt væri að sami aðili sé með tvo eða þrjá strandveiðibáta. Nú sé komið miklu strangara eftirlit með því.

„Ég las það og hló, ég veit ekki hvað hún var að tala um,“ segir Kjartan.

Eins prósents eignarhlutur dugar

„Til þess að vera eigandi er nóg að vera skráður fyrir einu prósenti. Það er í hverri einustu höfn einhver peningakall sem er með bát, jafnvel tvo eða þrjá, og er að fá leiguliða til þess að róa fyrir sig,“ segir Kjartan og nefnir dæmi.

„Við erum búin að hringja í bæði Samgöngustofu og Fiskistofu og benda þeim á bát sem gerður er út á Reykjanesi og er stórhættulegur. Þar er peningakall sem fær einhvern strákling til að róa fyrir sig. Fyrstu tvo róðrana þurfti að draga hann í land.“

Á þetta segir Kjartan ekkert hlustað.

Hunsuð af yfirvöldum

„Í annað skiptið var strákurinn í sextán til átján metrum á sekúndu úti fyrir Garðskaga og hann þurfti að varpa akkeri út. Við vorum búin að segja þeim frá því að þessi bátur væri stórhættulegur en þau gera ekki neitt. Það er svo frústrerandi að þau bara hunsa okkur.“

Strandveiðifélagið hefur boðað til kröfufundar við Alþingi 7. júní líkt og í fyrra.

„Við ætlum að biðja ráðherra um að bæta í pottinn til að bjarga þessari vertíð og nota síðan veturinn í að laga kerfið þannig að það sé mannsæmandi. Við erum að sýna að það er samstaða á meðal okkar. Maður hefur á tilfinningunni að stjórnvöld haldi að það sé engin samstaða hjá okkur en það er svo rosalega mikil ólga í strandveiðimönnum núna.“