Samskip leikur hlutverk í nýrri kvikmynd sem ætluð er börnum um bangsann Paddington sem ferðast sem laumufarþegi frá Perú til London í einu af skipum Samskipa. Vörumerki félagsins sést greinilega á nokkrum stöðum í myndinni og má ætla að "vörulaumun" af þessu tagi hafi kostað félagið skildinginn.
Merki Samskipa sést samtals í um 4 mínútur í kvikmyndinni, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda og hefur þegar halað inn um 160 milljónir dollara á heimsvísu.
Líklega er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki kemur sér á framfæri í alþjóðlegri stórmynd með þessum hætti. Framleiðandi kvikmyndarinnar er David Heyman, sem m.a. leikstýrði Harry Potter myndunum og meðal leikenda er Nicole Kidman.
Sagt er nánar frá þessu á vef Samskipa .
Á þessum tengli má sjá nokkur brot úr bíómyndinni.