,,Ef fram heldur sem horfir stefnir í að úthafsrækjuveiðar fyrir norðan land verði stöðvaðar löngu áður en þetta fiskveiðiár er á enda sem þýðir að segja þurfi mörg hundruð manns upp störfum,“ segir Jón Guðbjartsson stjórnarformaður Kampa ehf. í samtali við Fiskifréttir. Fyrirtækið rekur rækjuverksmiðju á Ísafirði og gerir þrjú rækjuskip auk þess að vera með tvö til viðbótar í viðskiptum.
Jón bendir á að veiðiráðgjöf Hafró í úthafsrækju hafi verið minnkuð úr 7.000 tonnum í 5.000 tonn og nú þegar sé búið að veiða 2.700 tonn þótt aðalveiðitíminn sé ekki hafinn og fyrirsjáanlegt að mun fleiri skip muni stunda veiðarnar að þessu sinni en á síðasta ári. Sem kunnugt er eru úthafsrækjuveiðar frjálsar.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.