Víkurskel á Húsavík hóf tilraunir með að rækta ostrur í Skjálfandaflóa í júlí síðastliðnum. Þá voru fluttar inn um 300 þúsund smáostrur sem líkar dvölin vel í Skjálfandaflóa.
„Hugmyndin er að flytja inn milljón smáostrur á þessu ári, sem gera um 100 tonn þegar þær er komnar í markaðstærð,“ segir Kristján Philipps framkvæmdastjóri Víkurskeljar.
Ostrurnar eru ræktaðar í þar til gerðum ostrupokum sem settir eru í grindur eða búr og hengd út á langlínur.
Sjá nánar í sérblaði um nýsköpun sem fylgir Fiskifréttum að þessu sinni.