Ósamkomulag ríkir um kvótaskiptingu úr öllum deilistofnum sem Íslendingar eiga hlutdeild í að undanskildum loðnustofninum. Þar er um að ræða norsk-íslenska síld, kolmunna, makríl og úthafskarfa. Allt bendir til að veiði úr öllum stofnunum á þessu ári verði töluvert umfram ráðleggingar vísindamanna.

Norðmenn gera kröfu um aukinn hlut sér til handa í kolmunna, Færeyingar ætla áfram að taka sér stærri hlut í síld en hinar þjóðirnar samþykkja, Rússar hunsa úthafskarfasamninginn og Íslendingar og Grænlendingar standa utan við makrílsamkomulag hinna þjóðanna.

Sjá ítarlega úttekt í nýjustu Fiskifréttum.