Blíðviðri er á svæði A sem eigendur strandveiðibáta fagna sérstaklega, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Lokadagur er þar í dag og eru fjölmargir á sjó.  Skjáskotið hér sem tekið var af „marinetraffic“ klukkan 13:20 sýnir vel örtröðina á miðunum.

Eins og komið hefur fram bætti sjávarútvegsráðuneytið við þessum degi eftir að LS hafði óskað eftir því. Ljóst má vera miðað við þann fjölda sem er á sjó á svæðinu að aflaviðmiðun verður uppurin þegar löndunartölur dagsins verða gerðar upp, segir á vef LS.