Viljayfirlýsing um landtengingu flutningaskipa í Sundahöfn var undirrituð í maí 2020 af fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Faxaflóahafna, Veitna og Samskipa.Viljayfirlýsingin var gerð með því hugarfari að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við hafnarsvæðið.
Í tilkynningu sem kom út í gær, þriðjudaginn 4. október, greinir frá tímamótum þegar kemur að vöruflutningum íslenskra skipa, því Eimskip var að skrifa undir samning við norska fyrirtækið Blueday Technology um kaup á búnaði til uppsetningar fyrir flutningaskip í Sundahöfn. Um er að ræða 11 kV háspennutengingu (2,0 MVA / 60 Hz), þá fyrstu sem sett er upp fyrir skip á Íslandi.
Eimskip er búið að ákveða að fyrstu tvö nýju flutningaskip Eimskips, Brúarfoss og Dettifoss, verði útbúin til að geta notað háspenntutengingu sem áætluð er í Sundahöfn. Með því að landtengja skipaflota sinn stefnir Eimskip á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 160 þúsund lítrum af olíu á ári, olíu sem að öðrum kosti hefði verið brennd við bryggjuna. Þetta jafngildir 24 hringjum í kringum jörðina á fólksbíl.