Þórir SF-77, seinna skipið sem Skinney-Þinganes lét smíða fyrir sig á Taiwan, lagði af heim til Íslands í gær. Áætlaður komutími til Hafnar í Hornafirði er eftir 7 vikur.
Þórir er systurskip Skinneyjar SF sem kom heim skömmu fyrir páska.
Þriðja skipið eftir sömu teikningu sem smíðað er fyrir Íslendinga á Taiwan er Helga RE í eigu Ármanns Ármannssonar útgerðarmanns í Reykjavík. Áætlað er að það verði afhent eftir nokkrar vikur.
Strákarnir á Þóri SF halda úti bloggsíðu á heimleiðinni frá Taiwan og má finna slóð hennar HÉR .