Sáratreg veiði hefur verið á úthafskarfa frá sjómannadegi og eru öll íslensku skipin hætt veiðum í bili að minnsta kosti.
„Skipin okkar eru öll kominn inn fyrir línu og að veiða ufsa, karf og grálúðu,“ segir Loftur Bjarni Gíslason útgerðarstjóri hjá HB Granda í samtali við Fiskifréttir. „Ég veit ekki betur en að öll íslensku skipin sé hætt þessu kroppi en það eru enn nokkrir Rússar á svæðinu. Þeir eru ekki að fá nema sjö tonn á sólarhring og jafnvel minna. Aflinn hjá okkur var kominn niður í þrjú til fjögur tonn þegar minnst var og því ekki eftir neinu að slægjast lengur."
Sjá nánar í Fiskifréttum.