Aflaverðmæti uppsjávarfisks í Noregi verður mun hærra á þessu ári en búist var við, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.
Nýir útreikningar sýna að aflaverðmæti uppsjávarfisks sem landað er í Noregi á árinu 2011 gæti farið yfir 8 milljarða norskra króna, sem samsvarar rúmum 165 milljörðum íslenskra króna.
Gangi þessar spár eftir slær sala á uppsjávarfiski í Noregi í ár öll fyrri met.